Lífið

Frikki Dór bræðir hjörtu með laginu Ekkert breytir því

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Mikill bræðrakærleikur var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Mikill bræðrakærleikur var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skjáskot

Mikill bræðrakærleikur og mikið stuð var í þættinum Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. 

Gestir kvöldsins voru bræðurnir og bræðingarnir Jón Jónsson og Frikki Dór ásamt Gumma Tóta, bróðir Ingó veðurguðs. Hér fyrir neðan má sjá magnaðan flutning fjórmenninganna á hinu klassíska lagi Ekkert breytir því sem Sálin hans Jóns míns hefur stimplað rækilega inn í þjóðarsálina.

Þjóðhátíð og strákasveitaþema sveif yfir vötnum í þættinum að þessu sinni og tóku bræðurnir auk þess alla sína helstu slagara á borð við Dönsum eins og hálvitar, Hlið við hið og Á sama tíma, á sama stað. Óhætt er að segja að mikil stemning hafi verið í salnum en fyrir þá sem vilja sjá þáttinn er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2 plús.


Tengdar fréttir

Sjáðu sjóðandi heitan flutning Hönsu á laginu Fever

Leik- og söngkonan Jóhanna Vigdís, eða Hansa eins og hún er oftast kölluð, sló rækilega í gegn í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.