Á dögunum fékk útsendari AD að kíkja í heimsókn til tenniskonunnar Serenu Williams sem hefur unnið 23 risatitla á sínum ferli og er ein allra besta tenniskona sögunnar.
Hún á einstaklega fallegt heimili í Miami í Bandaríkjunum og má með sanni segja að Williams sé mikill listunnandi en finna má ótal falleg listaverk á heimili hennar.
Serena býr í húsinu ásamt eiginmanni sínum Alexis Ohanian en hér að neðan má sjá fallega heimili þeirra í Flórída.