Ísland enn eina græna landið í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:44 Staðan í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins er grafalvarleg eins og sést á þessu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sóttvarnastofnun Evrópu Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Í síðustu viku voru nokkrar eyjar á Eyjahafi merktar með grænum lit einnig, þar á meðal Krít, en í uppfærðu korti sem gefið var út í gær eru þær nú orðnar appelsínugular. Eina svæðið í Evrópu sem einnig er merkt grænt er norðurhluti Noregs. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt covid.is er nýgengi innanlandssmita hér á landi 3,5 og nýgengi landamærasmita 6,5. Sóttvarnastofnun Evrópu aðskilur þó ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita og samkvæmt þeirri tölfræði er nýgengi hérlendis 10,92. Kort Sóttvarnastofnunarinnar sýnir vel þá alvarlegu stöðu sem uppi er í Evrópu vegna faraldursins. Nánast öll ríkin eru merkt með rauðum lit sem þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi öðru hvoru megin við helgina leggja til við ráðherra að farið yrði í vægar tilslakanir innanlands. Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hugmyndin er þó að nýjar reglur taki gildi fyrr en það. Þórólfur hefur hins vegar miklar áhyggjur af landamærunum og fólki sem greinist með veiruna þar, ekki síst vegna hins svokallaða breska afbrigðis sem er meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar og hefur dreift sér um alla Evrópu. Fram kom í máli Þórólfs í gær að sextíu manns hafi greinst með breska afbrigðið hér á landi, þar af fjórtán innanlands en þeir hafi allir verið í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust á landamærunum. Afbrigðið hefði því ekki náð að dreifa sér í samfélaginu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira