Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira