Innlent

Þrettán sóttu um stöðu skrif­stofu­stjóra í heil­brigðis­ráðu­neytinu

Eiður Þór Árnason skrifar
Heil­brigðis­ráðu­neytið er til húsa í Skógarhlíð.
Heil­brigðis­ráðu­neytið er til húsa í Skógarhlíð. Vísir/vilhelm

Alls bárust þrettán umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 1. febrúar síðastliðinn.

Þriggja manna hæfnisnefnd mun nú meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð með niðurstöðum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Mun nefndin starfa samkvæmt sérstökum reglum um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráðið. 

Eftirfarandi sóttu um embættið:

Armand Krivoj, rafverktaki

Arna Þórdís Árnadóttir, fulltrúi

Bryndís Þorvaldsdóttir, sérfræðingur

Guðlaug Einarsdóttir, sérfræðingur

Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari

Helga Harðardóttir, sérfræðingur

Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri

Jóhann Kristjánsson, ráðgjafi

Kristín Dröfn Halldórsdóttir, verkefnastjóri

Kristín Helga B. Birgisdóttir, verkefnastjóri

Lilja Rós Kristínardóttir, liðveisla

Pranab Saikia Haloi, verkefnastjóri

Unnur Guðný Gunnarsdóttir, sérfræðingur

Formaður hæfnisnefndarinnar sem metur hæfni umsækjenda er Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Aðrir nefndarmenn eru Bjarni Smári Jónasson, forstjóri sjúkrahússins á Akureyri og Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri heilbrigðisráðuneytisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×