Fox gróf upp viðtal Jóhanns Bjarna við Kerry í umfjöllun um flugvélaeign fjölskyldunnar Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2021 10:24 Umrætt viðtal við tekið á Íslandi þegar John Kerry var hér á landi að taka við verðlaunum Hringborðs norðurslóða. Skjáskot RÚV/Getty Bandaríska fréttastofan Fox birti í gær frétt þar sem stuðst er við viðtal Jóhanns Bjarna Kolbeinssonar, fréttamanns RÚV, við John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og núverandi erindreka Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, frá þeim tíma þegar hann var staddur á Íslandi árið 2019. Í fréttinni er einkaþotueign fjölskyldu Kerry til umfjöllunar. Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina. Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Í viðtalinu er Kerry spurður um hvernig það samræmist baráttunni í loftslagsmálum að fljúga um í einkaþotu, en Fox segir viðtalið ekki hafa komið fyrir augu Bandaríkjamanna áður. Fox gróf upp viðtalið eftir að engin svör fengust frá Hvíta húsinu í tengslum við umfjöllun um eign Kerry-fjölskyldunnar á einkaþotu á sama tíma og Kerry sjálfur leiðir loftslagsbaráttu Bandaríkjastjórnar. Segir að ferð hvers farþega með einkaþotu mengi um fjörutíu sinnum meira en ef flogið er með áætlunarflugi. Watch the latest video at foxnews.com Kerry var staddur hér á landi í október 2019 til að taka við verðlaunum Hringborðs Norðurslóða í Hörpu. Hlaut hann verðlaunin fyrir baráttu sína að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að beita sér í loftslagsmálum. Í viðtalinu spyr Jóhann Bjarni Kerry um þá ákvörðun að koma til Íslands í einkaflugi og hvort slíkt geti talist umhverfisvænn ferðamáti. „Ef maður kolefnisjafnar, er þetta eini valkosturinn fyrir mann eins og mig sem ferðast um heiminn í þeim tilgangi að hafa betur í þessari baráttu,“ sagði Kerry. Sagði Kerry árangur hafa náðst, meðal annars með því að koma Kínverjum að borðinu. Hann sagðist meta það sem svo að hann hefði ekki tíma til að fara sjóleiðina. „Ég verð að fljúga, hitta fólk og koma hlutum í verk,“ sagði Kerry, án þess þó að svara því beint af hverju einkaflug hafi orðið fyrir valinu en ekki áætlunarflug. „En það sem ég er að gera, nánast í fullu starfi, er að vinna að baráttunni í loftslagsmálum, og þegar allt kemur til alls, ef ég kolefnisjafna og helga lífi mínu þessari baráttu, þá ætla ég ekki að vera þeirri stöðu að þurfa að réttlæta þetta,“ sagði Kerry. Frétt Fox hefur vakið nokkra athygli en nú þegar hafa rúmlega 12 þúsund manns skrifað athugasemdir við fréttina.
Norðurslóðir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira