„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 19:00 Freyja Egilsdóttir var vinsæl og vinamörg í Malling og er mikil sorg í bænum. Vísir/aðsend Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“. Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Eiginmaður Freyju Egilsdóttur játaði í dag á sig að hafa myrt hana þegar hann var leiddur fyrir dómara. Hann hefur verið úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald. Freyja var búsett að Veilgårdsparken í danska smábænum Malling þar sem hún fannst látin í nótt. Dönsk vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu að þar hefði hún búið í þó nokkur ár ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau höfðu slitið samvistum. Þau hefðu sjálf byggt húsið fyrir nokkrum árum. Lögregla fór að gruna eiginmanninn um að eiga hlut í hvarfi Freyju eftir að hafa rætt við hann þegar hann lýsti eftir henni í gær. Í framhaldinu fór í gang mikil leit að Freyju þar sem bæði voru notaðir drónar og þyrlur. Þá tóku fjölmargir bæjarbúar þátt í að leita að henni í gær. Lögregla fann Freyju svo í og við heimili sitt í nótt. Við heimili Freyju í kvöld. Danskir vinir Freyju sem fréttastofa heyrði í dag voru harmi slegnir. Vinkona hennar sagði í samtali við fréttastofu: „Freyja var með mér í mömmuklúbb og var vinsæl og átti marga vini í bænum. Við erum í áfalli yfir þessu, þetta er alveg hræðilegt.“ Annar vinur Freyju sagði að blóm og kerti hefði farið að streyma að heimili Freyju um leið og fregnir bárust að því að hún væri látin. Freyja skilur eftir sig 10 ára son og 5 ára dóttur, móður og systur. Danskur vinur minnist Freyju Egilsdóttur með eftirfarandi orðum á Facebook í dag. „Hvil i fred, kære ven. Jeg vil mindes dit kærlige væsen, din humor og din hjertevarme, og med tiden håber jeg, at det savn, det chok og den smerte, vi er mange, der sidder med lige nu, bliver mildnet, og kun de gode minder står skarpt tilbage“.
Lögreglumál Danmörk Morð í Malling Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39 Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
Játar að hafa myrt konuna Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 09:39
Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana. 3. febrúar 2021 07:48