Lífið

Fanndís og Eyjólfur eignuðust litla mús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fanndís og Eyjólfur saman á gamlárskvöld.
Fanndís og Eyjólfur saman á gamlárskvöld. @fanndis90

Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust sitt fyrsta barn 1. febrúar.

Þá kom ung dama í heiminn eins og Fanndís greinir frá en hún birti mynd á Instgram og skrifaði við myndina: „Músa litla Eyjólfsdóttir. 01.02.21.“

Fanndís er leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikur einnig fyrir Valsmenn.

Hún á að baki 109 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 17 mörk. Eyjólfur Héðinsson var lengi vel atvinnumaður í knattspyrnu og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili.,

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.