„Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2021 11:31 Eurovision-hópur Íslands 2019. Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Fyrirsögn greinarinnar er „De Vågade ta ställing i Eurovision-bråket“ sem gæti útlagst á íslensku „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“. Í nær heilsíðuumfjöllun Dagens Nyheter segir að myndin dragi fram mannlegu hliðina á pólitískum átökum og aktífisma listamanna. Tilefnið greinarinnar er frumsýning heimildamyndarinnar A Song Called Hate í dag á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem er stærsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Myndin er tilnefnd til Dragon verðlaunanna sem besta Norræna heimildamyndin árið 2020. A Song Called Hate var frumsýnd á Íslandi á RIFF síðastliðið haust og heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá þar sem hún var tilnefnd til Free Spirit verðlaunanna. Allar hátíðir á netinu Um þessar mundir er myndin í sýningu á Docpoint heimildamyndahátíðinni í Finnlandi og í Eistlandi. Myndin verður sýnd síðar í febrúar á See You Sound kvikmyndahátíðinni á Ítalíu og á Human International Documentary Film Festival í Osló í byrjun mars. Vegna heimsfaraldursins fara allar þessar hátíðir fram á netinu. Heimildamyndin er um aðdraganda Eurovision gjörnings Hatarahópsins og ferð þeirra til Tel Aviv árið 2019 þar sem þau komu fram í Eurovison fyrir Íslands hönd. Frumraun Hildar sem leikstjóri. Hatarahópurinn hlaut heimsathygli fyrir ádeilugjörning sinn en þau höfðu áður vakið athygli á Íslandi fyrir jaðarlist sína og yfirlýsingar um að markmið sitt að knésetja kapítalismann. Hatarahópurinn sætti harðri gagnrýni fyrir að virða ekki sniðgöngu og þótti sumum sem þeir hefðu orðið tækifærismennsku að bráð. Hatarahópurinn sagði á móti að þeir vildu taka dagskrárvaldið í sínar hendur með listgjörningnum og nýta sér sviðið í einum af stærsta sjónvarpsþætti heims. Þannig vildu þau benda á þversögnina sem fólgin er í að halda Eurovision viðburðinn á meðan mannréttabrot eru framin daglega í boði Ísraelsstjórnar í Palestínu. Í gegnum augu hópsins Áhorfendur sjá ferðalagið til Ísrael og Palestínu í gegnum augu Matthíasar og Klemensar sem eru söngvarar hópsins og fylgja þeim eftir þegar þeir þurfa að horfast í augu við harðan veruleikann sem blasir við Palestínubúum daglega. Getur ópólitísk söngvakeppni í raun verið ópólitísk við þessar aðstæður? Skiptir góður ásetningur þeirra um að vekja athygli á þessu máli? Og hvaða aðstæður hafa þeir komið sér og samverkafólki sínu í Palestínu út í? Ráða þeir við atburðarásina eða tekur gjörningurinn völdin? Heimildarmyndin er frumraun Önnu Hildar Hildibrandsdóttur sem leikstjóra en hún framleiðir jafnframt myndina í gegnum fyrirtæki sitt Tattarrattat. Meðeigendur hennar Iain Forsyth og Jane Pollard sem leikstýrðu meðal annars 20.000 Days on Earth með Nick Cave eru yfirframleiðendur myndarinnar ásamt Skarphéðni Guðmundssyni hjá RÚV. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Klippa: Sýnishorn - A Song Called Hate
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira