Innlent

Vara við svikaskilaboðum sem virðast koma frá Skattinum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Skilaboðin líta einhvern veginn svona út.
Skilaboðin líta einhvern veginn svona út.

Lögreglan á Austurlandi varar við sviksamlegum SMS-skilaboðum þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi og reyna að leiða viðtakendur skilaboðanna inn á falska heimasíðu Skattsins.

Að því er segir í færslu Lögreglunnar á Austurlandi á Facebook hefur lögregla fengið tilkynningar um svikaskilaboðin og ítrekar að skilaboðin séu í raun ekki frá skattayfirvöldum. „Linkur í SMS skilaboðunum leiða svo viðkomandi inn á netsíðu þar sem beðið er um upplýsingar um greiðslukort svo hægt sé að greiða inneign frá Skattinum. Ekki þarf að fjölyrða um að Skattstjóri mundi ekki undir neinum kringumstæðum óska eftir þessum upplýsingum,“ segir í færslu lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×