Hiti verður um eða yfir frostmarki syðst en það er spáð allt niður í tíu til fimmtán stiga í innsveitum á Norður- og Austurlandi.
Spáð er svipuðu veðri á morgun en þá má einnig reikna með éljum vestast á landinu. Þá má búast við keimlíku veðri á fimmtudag einnig.
Veðurhorfur á landinu:
Austan- og suðaustanátt, víða 3-10 m/s og bjartviðri, en 8-15 og stöku él við S-ströndina í dag og einnig vestast á morgun. Frost 0 til 15 stig, kaldast í innsveitum N- og A-lands, en frostlaust syðst.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Suðaustan og austan 3-10 og bjart með köflum, en 8-15 m/s og stöku él við S- og V-ströndina. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum N- og A-lands.
Á laugardag og sunnudag:
Austlæg átt og bjartviðri V-til á landinu, en dálítil él á SA- og A-landi. Frost 0 til 10 stig, kaldast N-lands.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljum og kólnandi veðri.