Lífið

Tekur 120 kíló í bekk og hringir of sjaldan í mömmu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Benediktsson mætti í Yfirheyrsluna í síðustu viku.
Bjarni Benediktsson mætti í Yfirheyrsluna í síðustu viku.

Bjarni Benediktsson mætti í Brennsluna fyrir helgi og tók þátt í dagskrárliðnum Yfirheyrslan þar sem hann svaraði allskyns skemmtilegum spurningum.

Uppáhaldsmatur Bjarna er einfaldlega hamborgari.

Þegar hann var yngri var alltaf markmiðið að verða hrekkjusvín eða þannig segir móðir hans söguna.

Bjarni Ben tekur mest 120 kíló í bekk. Að hans mati er hans helsti galli er hversu sjaldan hann hringi í móður sína.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.