Út frá ljótum misskilningi hittust Steinunn og Sigurður ekki í 44 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 10:30 Steinunn segir magnaða ástarsögu í Íslandi í dag á Stöð 2. Steinunn Helga Hákonardóttur fékk verðlaun fyrir ástarsögu sem hún sendi inn í ástarsögukeppni Morgunblaðsins. Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni. Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni.
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira