Innlent

Fengu bætur vegna skýrslu um bús­á­halda­byltinguna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælum á Austurvelli í nóvember 2008 þar sem þúsundir komu saman.
Frá mótmælum á Austurvelli í nóvember 2008 þar sem þúsundir komu saman. EPA/SIGURDUR J. OLAFSSON

Alls hafa 23 einstaklingar fengið greiddar bætur frá ríkinu vegna mistaka sem voru gerð við birtingu skýrslu sem unnin var af lögreglu um búsáhaldabyltinguna.

Þetta kemur fram í svari ríkislögmanns við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið á forsíðu sinni í dag.

Bæturnar námu 150 þúsund til 500 þúsund krónum en heildarfjárhæð bóta nam tæplega 7,5 milljónum króna, auk tæplega tveggja milljóna sem fóru í lögfræðikostnað.

Í blaðinu segir að með réttarsátt sem gerð hafi verið í október 2018 hafi ríkið viðurkennt sök og fallist á að greiða tveimur einstaklingum, sem stefnt höfðu ríkinu, bætur vegna skýrslunnar.

Í skýrslunni komu fram persónuupplýsingar um í það minnsta 75 einstaklinga. Var meðal annars fjallað um meintar stjórnmálaskoðanir fólksins, þátttöku þeirra í pólitísku starfi og í mótmælum.

Skýrslan var gerð opinber í október 2014 og hafði þá verið gerið tilraun til að afmá umræddar persónuupplýsingar.

Það reyndist hins vegar ekki erfitt að fjarlægja yfirstrikanir lögreglu og persónuupplýsingar og ásakanir lögreglu um fólk sem fjallað var um í skýrslunni voru þar með komnar í dreifingu í samfélaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×