Lífið

Pamela Anderson gekk í það heilaga á jóladag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pamela Anderson í Los Angeles í júní árið 2019.
Pamela Anderson í Los Angeles í júní árið 2019. Vísir/getty/David Yarrow

Leikkonan og fyrirsætan Pamela Anderson og lífvörður hennar Dan Hayhurst gengu í það heilaga á jóladag en tímaritið People greinir frá.

Parið mun hafa haldið litla athöfn á heimili Anderson í Kanada.

„Ég er nákvæmlega þar sem ég á að vera, í faðmi mannsins sem ég elska,“ segir Pamela Anderson í samtali við Daily Mail. Pamela fjárfesti í húsinu í Kanada fyrir 25 árum og keypti það af ömmu sinni og afa.

„Þetta er húsið sem foreldrar mínir giftu sig í og þau eru enn saman í dag.“

Pamela Anderson er hætt á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum og greindi frá því á dögunum.

Þetta er fjórða hjónaband Anderson. Hún giftist trommaranum í Mötley Crüe, Tommy Lee árið 1995 og eiga þau tvo drengi saman, þá Brandon Thomas og Dylan Jagger. Árið 2006 giftist hún Kid Rock og síðan gekk hún í það heilaga með Rick Solomon í tvígang, árið 2007 og aftur árið 2013.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.