Innlent

Óska eftir vitnum að hjól­reiða­slysi í Breið­holti þar sem maður lést

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið var að morgni laugardagsins 16. janúar.
Slysið var að morgni laugardagsins 16. janúar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglu en tilkynning barst um slysið barst klukkan 8.13.

„Þar féll karlmaður á sjötugsaldri af reiðhjóli og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans, en maðurinn lést á spítalanum tveimur dögum síðar eins og áður hefur komið fram.

Þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um slysið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is


Tengdar fréttir

Lést eftir fall af reiðhjóli

Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.