Innlent

Lést eftir fall af reiðhjóli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var á sjötugsaldri.
Maðurinn var á sjötugsaldri.

Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning um slysið barst lögreglu á níunda tímanum á laugardagsmorgun og var maðurinn fluttur á slysadeild, en hann lést svo á spítalanum í gær eins og áður sagði. Lögregla segir að ekki sé hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.