Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. janúar 2021 14:49 Svifryksmengun í borginni fer reglulega yfir heilsuverndarmörk. vísir/Vilhelm „Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar. Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“ Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Svifryksmengun er hitamál í borginni um þessar mundir líkt og oft áður. Málið var til umræðu á fundi samgönguráðs í morgun og hjá umhverfis- og heilbrigðisráði í síðustu viku. Svifryksmengun fer reglulega yfir heilsuverndarmörk í borginni og eru umferð og útblástur bíla helsta orsökin, þá sér í lagi bíla á nagladekkjum. Aðrir þættir skipta þó máli og þar má nefna slit á vegum, tegund vegyfirborðs og götuþrif. Í bókun meirihluta umhverfis- og heilbrigðisráðs segir að staðan sé óásættanleg. Draga þurfi úr nagladekkjanotkun. Tónninn var svipaður í umhverfis- og samgönguráði í morgun og meirihlutinn áréttaði bókun sína um nauðsyn heimildar til að sporna við notkun nagladekkja. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í ráðinu, fer yfir fundinn í stöðuuppfærslu á Facebook og segir götuþvott árangurríkustu leiðina til að minnka svifryk. Fundi skipulags- og samgönguráðs var að ljúka - þar var kynntur ævintýralegur úrdráttur úr skýrslu um svifrik. Í...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Miðvikudagur, 27. janúar 2021 Í nýlegri skýrslu Vegagerðarinnar segir að nagladekkjum í umferðinni þurfi að fækka verulega til að markmið íslenskra stjórnvalda um að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk náist. Í dag er talið að um 42 prósent bíla í höfuðborginni séu á negldum dekkjum og í skýrslunni segir að koma þyrfti hlutfallinu niður í 20 prósent til að koma í veg fyrir „gráa daga“. Það eitt og sér dugar þó ekki til og hefur Vegagerðin bent á að einnig sé hægt að lækka hámarkshraða, bleyta götur og draga úr umferð. Reykjavíkurborg hefur ítrekað krafist lagaheimildar frá ríkinu til að banna notkun nagladekkja innan borgarinnar en án árangurs. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar.vísir/Vilhelm Aðspurður um stöðu málsins segist Pawel hugnast gjaldtaka betur en bann. „Mér hugnast betur að leyfa þeim sem vilja að greiða fyrir það að menga. Markmiðið með gjaldtöku væri þó vissulega ekki að áfram yrðu um fjörutíu prósent bíla í umferðinni á nöglum og bara peningur í kassanum hjá borginni.“ Hann bendir á að nagladekkjum í umferðinni hafi fækkað verulega og málið snúist því einnig um hugarfarsbreytingu. Gjaldtaka gæti hraðað þróuninni en lagaheimild þyrfti til. Hann segir heimildina bráðnauðsynlega en ber þó hóflegar væntingar. „Það hafa komið tillögur að heimildum til gjaldtöku í lagafrumvörpum en því hefur verið kippt út,“ segir Pawel og bætir við að slíkt sé auðvelda leiðin með umdeild ákvæði sem þetta. „Ég tel kannski ólíklegt að slík hemild fáist núna á meðan þessi ríkisstjórn er. Ég les allavega ekki stöðuna á þingi þannig að svona mál myndi fara auðveldlega í gegn.“
Umhverfismál Reykjavík Nagladekk Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira