Lífið

Nánast hægt að matreiða allt með fiski

Stefán Árni Pálsson skrifar
Facos og fnitsel í matinn hljómar ekki illa. 
Facos og fnitsel í matinn hljómar ekki illa. 

Hvers vegna borðar þessi mikla fiskveiðiþjóð ekki meiri fisk?

Fiskur getur verið mesti veislumatur ef maður matreiðir hann rétt eins og áhorfendur Íslands í dag á Stöð 2 sáu í gærkvöldi. Nú er farið af stað átak, fisk í matinn, til að fá fólk til að borða meiri fisk en uppskriftir af góðum fiskréttum eru óteljandi.

„Það er hægt að gera svo ótrúlega margt með fisk og það sem meira er, maður er ótrúlega fljótur að elda hann og það passar vel inn í hugsun fólks í dag um að þetta þurfi að vera gott og fljótlegt,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í þættinum í gær en auglýsingastofan Brandenburg sér um herferðina.

„Við getum sýnt fólki að það kann rosalega margar uppskriftir. Það kann að gera lasagna, súpu og steik en prófaðu bara að skipta út þessum hráefnum og settu fisk í staðinn,“ segir Heiðrún sem sjálf er með fisk þrisvar í viku heima hjá sér. Hægt er að reiða fram facos, fnitsel og margt fleira með fiski eins og kom fram í þættinum í gær.

Samfélagsmiðlastjarnan Linda Ben mætti og fékk að smakka bæði facos og fnitsel en hún borðar mikinn fisk heima hjá sér. Þær Linda og Heiðrún gáfu síðan réttunum einkunn.

Klippa: Nánast hægt að mætreiða allt með fiski

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.