Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2021 12:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira