Innlent

Segist vanur brekkunum og hefur engar áhyggjur

Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Ásmundur Einar Daðason er klár í baráttuna um atkvæðin í Reykjavík.
Ásmundur Einar Daðason er klár í baráttuna um atkvæðin í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segist engar áhyggjur hafa af því að Framsóknarflokkurinn mælist ekki með einn þingmann í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú. Um er að ræða niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofuna sem fjalla var um í morgun.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sækist áfram eftir því að vera oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Þá hefur Ásmundur Einar, lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður en hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hvorugt þeirra næði inn á þing ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri könnuninni.

„Ég er nú vanur því að glíma við brekkur. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það er langt til kosninga. Við höfum unnið gott starf. Ég hlakka til að takast á við þessa áskorun og er viss um að þetta mun breytast eftir því sem tímanum vindur fram,“ segir Ásmundur Einar.

Hann segist ekki sjá eftir því að hafa horfið frá því sem mætti telja öruggu þingsæti sem þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og taka slaginn í Reykjavík.

„Alls ekki. Við höum verið að ráðast í róttækar breytingar á þessu kjörtímabili í þeim málaflokkum sem ég hef unnið í. Ég vil sjá enn stærri breytingar og þegar við förum að ræða þær þá er ég sannfærður um að það mun leggjast í góðan jarðveg hér á höfuðborgarsvæðinu.“

Nefnir Ásmundur stórar kerfisbreytingar í málefnum barna og í húsnæðismálum. Hann vilji enn stærri breytingar.

„Ég vil sjá almennar kerfisbreytingar sem eru á þessum meyði sem við höfum verið að vinna að. Setja venjulegt fólk í fyrsta sæti.“


Tengdar fréttir

Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs

Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum.

Fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt nýrri könnun

Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.