Dala Rafn er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja en Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, kvaðst lítið geta tjáð sig um málið í samtali við Eyjafréttir. Hann staðfesti þó að óhapp hafi átt sér stað en báturinn hafi komist til hafnar án nokkurrar aðstoðar. Verið sé að skoða tjón á bátnum.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Ísfélagsins er Dala Rafn bolfiskskip sem smíðað var í Póllandi og var afhent árið 2007.