Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Þórólfur Guðnason ítrekaði á upplýsingafundi dagsins að fólk vandi sig við sóttvarnir og fari í sýnatöku við minnstu einkenni. Ástæðan er ótti við bakslag enda er faraldurinn í miklum vexti allt í kringum okkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir stöðuna í nágrannalöndunum og fjöllum nánar um þrjú afbrigði veirunnar sem talin eru ein aðalástæða fleiri smita og dauðsfalla í heiminum.

Ísland er eftirbátur allra Norðurlandanna þegar kemur að skimun fyrir krabbameini í ristli. Rætt verður við framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins í fréttunum. Að auki skoðum við fasteignamarkaðinn en þar hafa fleiri dýrar fasteignir verið að seljast á yfirverði.

Í fréttatímanum sjáum við einnig slökkviliðsmenn að störfum við alelda hús í Seljahverfi í morgun og þá koma einnig hundar með fjólubláa tungu við sögu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×