Ísland er eftirbátur allra Norðurlandanna þegar kemur að skimun fyrir krabbameini í ristli. Rætt verður við framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins í fréttunum. Að auki skoðum við fasteignamarkaðinn en þar hafa fleiri dýrar fasteignir verið að seljast á yfirverði.
Í fréttatímanum sjáum við einnig slökkviliðsmenn að störfum við alelda hús í Seljahverfi í morgun og þá koma einnig hundar með fjólubláa tungu við sögu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.