Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni, Sylwiu Grétarsson Nowakowska.
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan.
Guðmundur Felix virðist braggast vel eftir aðgerðina. Hann sagði í samtali við íslenska fjölmiðla fyrir helgi hlakka mest til að verða sjálfbjarga á ný. Nýju hendurnar séu dálítið líkar höndunum sem hann missti í vinnuslysinu árið 1998.
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti.
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.