Innlent

Felix á fætur og steig dans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni, Sylwiu Grétarsson Nowakowska.
Guðmundur Felix ásamt eiginkonu sinni, Sylwiu Grétarsson Nowakowska.

Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan.

Guðmundur Felix virðist braggast vel eftir aðgerðina. Hann sagði í samtali við íslenska fjölmiðla fyrir helgi hlakka mest til að verða sjálfbjarga á ný. Nýju hendurnar séu dálítið líkar höndunum sem hann missti í vinnuslysinu árið 1998.

Dansinn má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“

Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.