Innlent

Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna brunans upp úr klukkan hálfsjö í morgun.
Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna brunans upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Vísir/Vilhelm

Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun.

Allt tiltækt lið var sent á staðinn en nú hefur fækkað í hópnum og eru nú tíu manns við vinnu á vettvangi.

Búið er að slökkva í öllum glæðum og er verið að tryggja vettvang. Eldsupptök liggja ekki fyrir en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, myndatökumaður fréttastofu, tók á vettvangi í morgun.

Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út.

Hann var fluttur til aðhlynningar á slysadeild þar sem grunur var um að hann hefði fengið reykeitrun en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan hans.

Útkallið barst klukkan 06:40 og var mikill eldur í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang.

„Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun.

Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang.

„Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.