Innlent

Gagn­rýnir upp­lýsinga­gjöf lög­reglu um and­lát sonar síns

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn fannst látinn í Sundhöllinni á fimmtudag.
Maðurinn fannst látinn í Sundhöllinni á fimmtudag. REykjavíkurborg

Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 

Þetta segir Guðni í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Þar greinir hann frá því að sonur sinn hafi legið í sex mínútur á botni laugarinnar og spyr hann hvar sundlaugaverðir hafi verið á þeim tíma. Hann veit þó ekki hvort sonur hans var í innilauginni eða útilauginni.

Hann skilur ekki að lögregla hafi gefið þær skýringar að veikindi hafi átt í hlut, enda hafi engin krufning farið fram. Fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og komu fram í fjölmiðlum.

„Það kemur eitthvað fyrir og hann sekkur til botns. Í sex mínútur liggur hann, sonur minn, á botni laugarinnar,“ segir Guðni í samtali við mbl.is.

Sonur Guðna starfaði í geðþjónustu og var í sundlauginni ásamt skjólstæðingi sínum. Þeir hafi nær daglega farið í sund, en skjólstæðingurinn var sá sem greindi fjölskyldunni frá andlátinu.


Tengdar fréttir

Andlát í Sundhöll Reykjavíkur

Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.