Yfir sjötíu snjóflóð á tíu dögum: „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 22:05 Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum og á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Mynd úr safni. Vísir/Samúel Karl Skráð hafa verið 72 snjóflóð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands síðustu tíu dag. Þar af hafa fallið 33 á Vestfjörðum, 27 á Norðausturlandi og níu á Norðvesturlandi þegar þetta er skrifað en snjóflóðahrina hefur staðið yfir á Vestfjörðum og á Norðurlandi síðan á mánudaginn. Ríflega tuttugu þessara snjóflóða féllu síðasta sólarhringinn. Snjóflóð féll til að mynda yfir Flateyrarveg síðdegis í dag. „Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa. Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa.
Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira