Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 18:22 Loðnuráðgjöf vertíðarinnar hefur verið leiðrétt. Getty/Craig F. Walker/The Boston Globe Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. Endurútreikningurinn er í samræmi við gæðaferla stofnunarinnar en í ljós kom að villa við úrvinnslu á bergmálsmælingum á stærð hrygningarstofns loðnu í vikunni. Hefur villan nú verið leiðrétt sem leiðir til hækkunar um 19 þúsund tonn en þetta þýðir að leiðrétt loðnuráðgjöf um afla á vertíðinni 2020 og 2021 er 61 þúsund tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan: „Við endurútreikninga loðnumælinga samkvæmt gæðaferlum Hafrannsóknastofnunar kom í ljós villa við úrvinnslu á bergmálsmælingum á stærð hrygningarstofns loðnu í vikunni sem hefur nú verið leiðrétt. Niðurstaða þeirrar mælingar hækkaði um 19 þúsund tonn, eða upp í 338 þúsund tonn. Þetta þýðir að leiðrétt loðnuráðgjöf um afla á vertíðinni 2020/21 er 61 þúsund tonn. Eins og fram hefur komið áður er grunnur ráðgjafarinnar mat á stærð hrygningarstofns loðnu sem er byggt á meðaltali tveggja mælinga. Annars vegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hins vegar á samanlögðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar. Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals 144 þúsund tonn, var takmörkuð að því leiti að engar mælingar voru gerðar í Grænlandssundi sökum hafíss. Enn fremur var magn loðnu á austur hluta svæðisins langt undir því sem mældist í desember. Seinni mælingin í janúar var á afmörkuðu svæði úti fyrir Austfjörðum, og þar mældust um 338 þúsund tonn. Yfirgnæfandi líkur eru á að loðnan austan við land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum og því eru þessar tvær mælingar teknar saman en þær gefa mat upp á 482 þúsund tonn og metnar til jafns á við mælinguna frá desember við mat á stærð stofnsins. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Saman minnka þessar mælingar óvissu í stofnmati og samkvæmt því leiðir þessi mæling til leiðréttrar veiðiráðgjafar upp á 61 þúsund tonn veturinn 2020/21 og kemur í stað fyrri ráðgjafar frá 22. janúar.“ Sjávarútvegur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira
Endurútreikningurinn er í samræmi við gæðaferla stofnunarinnar en í ljós kom að villa við úrvinnslu á bergmálsmælingum á stærð hrygningarstofns loðnu í vikunni. Hefur villan nú verið leiðrétt sem leiðir til hækkunar um 19 þúsund tonn en þetta þýðir að leiðrétt loðnuráðgjöf um afla á vertíðinni 2020 og 2021 er 61 þúsund tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan: „Við endurútreikninga loðnumælinga samkvæmt gæðaferlum Hafrannsóknastofnunar kom í ljós villa við úrvinnslu á bergmálsmælingum á stærð hrygningarstofns loðnu í vikunni sem hefur nú verið leiðrétt. Niðurstaða þeirrar mælingar hækkaði um 19 þúsund tonn, eða upp í 338 þúsund tonn. Þetta þýðir að leiðrétt loðnuráðgjöf um afla á vertíðinni 2020/21 er 61 þúsund tonn. Eins og fram hefur komið áður er grunnur ráðgjafarinnar mat á stærð hrygningarstofns loðnu sem er byggt á meðaltali tveggja mælinga. Annars vegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hins vegar á samanlögðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar. Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals 144 þúsund tonn, var takmörkuð að því leiti að engar mælingar voru gerðar í Grænlandssundi sökum hafíss. Enn fremur var magn loðnu á austur hluta svæðisins langt undir því sem mældist í desember. Seinni mælingin í janúar var á afmörkuðu svæði úti fyrir Austfjörðum, og þar mældust um 338 þúsund tonn. Yfirgnæfandi líkur eru á að loðnan austan við land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum og því eru þessar tvær mælingar teknar saman en þær gefa mat upp á 482 þúsund tonn og metnar til jafns á við mælinguna frá desember við mat á stærð stofnsins. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Saman minnka þessar mælingar óvissu í stofnmati og samkvæmt því leiðir þessi mæling til leiðréttrar veiðiráðgjafar upp á 61 þúsund tonn veturinn 2020/21 og kemur í stað fyrri ráðgjafar frá 22. janúar.“
Sjávarútvegur Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Sjá meira