Lífið

Hafþór Júlíus með Covid-19

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson.
Hafþór Júlíus Björnsson. VÍSIR/VALLI

Hafþór Júlíus Björnsson, fjallið, er í eingangrun eftir að hann greindist með kórónuveirusmit á föstudaginn.

 Þessu greinir hann frá á Instagram.

Þar segir hann frá því að á föstudaginn hafi honum ekki liðið nógu vel og ákvað að mæta í sýnatöku þrátt fyrir að hafa ekki greinst með veiruna í sýnatöku sem hann fór í daginn áður. 

„Sýnatakan á föstudaginn var jákvæð og hef ég legið í rúminu síðan.“

Verður hann í einangrun næstu tvær vikur og leggur hann áherslu á að kórónuveiran sé ekkert grín. 

„Farið vel með ykkur. Ég óska engum að smitast af veirunni. Vonandi verður heimurinn bráðum á betri stað.“ Segir Hafþór á Instagram.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.