Lífið

Lady Gaga flutti þjóðsönginn af mikilli innlifun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
US Presidential inauguration 2021 epa08953314 Musician Lady Gaga sings the National Anthem during the inauguration of Joe Biden as US President in Washington, DC, USA, 20 January 2021. Biden won the 03 November 2020 election to become the 46th President of the United States of America. EPA-EFE/Kevin Dietsch / POOL
US Presidential inauguration 2021 epa08953314 Musician Lady Gaga sings the National Anthem during the inauguration of Joe Biden as US President in Washington, DC, USA, 20 January 2021. Biden won the 03 November 2020 election to become the 46th President of the United States of America. EPA-EFE/Kevin Dietsch / POOL

Söngkonan Lady Gaga flutti bandaríska þjóðsönginn af mikilli innlifun við innsetningarathöfn Joe Bidens sem tók formlega við embætti forseta Bandaríkjanna í dag.

Flutningur Gaga þykir í senn hafa verið tilfinningaþrunginn og öflugur en Grammy-verðlaunahafinn Gaga er mikil stuðningskona Biden og tók virkan þátt í kosningabaráttu hans. Stórsöngkonan Jennifer Lopez kom einnig fram við athöfnina og vakti flutningur hennar ekki síður lukku.

Sjá má flutning Lady Gaga og Jennifer Lopez í spilaranum hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.