Lífið

Búið spil hjá parinu sem varð ástfangið eftir aðeins nokkra daga í The Bachelorette

Stefán Árni Pálsson skrifar
Moss og Crawley voru aðeins saman í nokkra mánuði.
Moss og Crawley voru aðeins saman í nokkra mánuði. @clarecrawley

Clare Crawley og Dale Moss eru hætt saman en þau trúlofuðu sig eftir aðeins nokkra daga í raunveruleikaþáttunum The Bachelorette.

Í síðustu þáttaröð af þáttunum byrjaði Clare Crawley að leita að ástinni og gat valið á milli fjölmargra piparsveina. En það varð í raun alveg ljóst frá fyrsta þætti að hún sá aðeins einn mann og það var Dale Moss.

Eftir aðeins nokkra daga ákvað hún að hætta í þáttunum og trúlofast um leið Moss. Því þurfti að kalla inn aðra konu til að klára þáttaröðina þar sem enn voru fjölmargir karlmenn eftir í seríunni. Sú heitir Tayshia Adams og valdi hún sér eiginmann að lokum og heitir sá heppni Zac Clark.

US Weekly greinir frá sambandsslitum Crawley og Moss en þau voru greinilega ekki lengi í paradís.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.