Leggur til að stuðningur til fjölmiðla verði háður hlýðni við siðareglur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 15:32 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Umræða um fjölmiðlafrumvarpið sem felur í sér stuðning til einkarekinna fjölmiðla stendur nú yfir á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í byrjun desember. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að ríkið veiti styrki sem miðast við allt að fjórðung af kostnaði viðkomandi fjölmiðils við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Gert er rað fyrir að heildarfjárhæð styrkja verði 400 milljónir króna á ári, sem fjölmiðlar deila þá sín á milli. Margir þingmenn eru á mælendaskrá í umræðum dagsins. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, lagði til að allsherjar- og menntamálanefnd skoði við umfjöllun um frumvarpið að setja það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að fjölmiðlar haldi í heiðri siðareglur blaðamanna. „Það tryggir ákveðin gæði á því efni sem frá viðkomandi fjölmiðli kemur. Það tryggir það að þeir sem nota viðkomandi fjölmiðla, þeir geta treyst því að þarna er því miðlað sem vitað er sannast og réttast. Því við vitum það að það er mikil starfsemi og umfangsmikil starfsemi í heiminum sem snýst um lygar.“ Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, sagðist mestar áhyggjur hafa af smærri miðlum á landsbyggðinni. Hann benti á að í frumvarpinu væri búið að taka út skilyrði um útgáfutíðni þannig að fleiri miðlar eigi kost á rekstrarstuðnini úr potti sem þó hafi ekki stækkað. „Einkareknir, hlutlausir og gagnlegir fjölmiðlar á landsbyggðinni eru komnir að fótum fram og hættan er sú að þeir leggja upp laupana á næstu mánuðum og misserum verði ekki að þeim hlúð. Það yrði að mínu mati áfall og hörmuleg tilhugsun.“ Annað hvort þurfi að hækka heildarfjáræðina eða lækka þak á mögulegum greiðslum til stærri fjölmiðla. Miða til dæmis við tuttugu prósenta endurgreiðslu til stærri miðla.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Sjá meira