Innlent

Icelandair setur Iceland Travel í sölu

Heimir Már Pétursson skrifar
Icelandair Group seldi hótelstarfsemi sína á síðasta ári og hefur nú sett ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Travel í sölu. Stefna félagsins er að einbeita sér að flugstarfsemi.
Icelandair Group seldi hótelstarfsemi sína á síðasta ári og hefur nú sett ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Travel í sölu. Stefna félagsins er að einbeita sér að flugstarfsemi. Vísir/Vilhelm

Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel.  Félagið segir markmiðið í söluferlinu að hámarka virði fyrirtækisins og tryggja á sama tíma hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu.

Í tilkynnigu frá félaginu segir að  þessi ákvörðun sé í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuðáherslu á flugrekstur sem kjarnastarfsemi félagsins. Iceland Travel sé rótgróið ferðaþjónustufyrirtæki og leiðandi í þjónustu til ferðamanna hér á landi. Íslandsbanki muni veita Icelandair Group ráðgjöf og hafa umsjón með söluferlinu.

Bogi Nils Bogason segir stefnt að því að hámarka verðið fyrir Icland Travel og huga að hagsmunum starfsfólks við söluna.Stöð 2/Egill

Í tilkynningu félagsins er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair Group að salan sé í takti við stefnu Icelandair.

„Iceland Travel hefur verið leiðandi á sínu sviði í áratugi og mun halda áfram að sinna því hlutverki um leið og aðstæður batna og eftirspurn eftir ferðalögum á milli landa eykst á ný. Það er ljóst að í kjölfar heimsfaraldursins verða tækifæri til hagræðingar í íslenskri ferðaþjónustu og ég tel að þar geti Iceland Travel, sem býður heildstæða þjónustu til ferðamanna, verið í lykilhlutverki," segir Bogi Nils.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.