Innlent

Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. janúar.
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 14. janúar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Maðurinn játaði sök við þingfestingu og var málið því dómtekið. Dómurinn leit til þess að karlmaðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsivert brot.

Þá segir í dómnum að hann hafi greiðlega játað brot sitt og jafnframt „hvað honum gekk til með brotinu sem beindist að tveimur ungum stúlkum“. Þótti þriggja mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing.

Miskabótagreiðslurnar sem dæmdar voru stúlkunum tveimur voru í samræmi við kröfur mæðranna fyrir hönd dætra sinna.


Tengdar fréttir

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ

Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.