Innlent

Fór ekki í ein­angrun og var fluttur af lög­reglu í far­sóttar­hús

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Myndin er úr safni.
Frá farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Myndin er úr safni. Vísir/Baldur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þar kemur einnig fram að fimm ökumenn hafi verið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og aðrir sex grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Einn þeirra var vistaður í fangaklefa þar sem hann er sagður hafa orðið valdur að umferðaróhappi.

Lögreglu bárust þá fimm tilkynningar um líkamsárásir en engin árásanna telst meiri háttar, samkvæmt lögreglu. Fjórir hafa verið handteknir og gistu fangageymslur í tengslum við árásirnar.

Þá var karlmaður handtekinn við að brjótast inn í bifreiðar í miðbæ Reykjavíkur og verður hann yfirheyrður í dag, eftir því sem segir í dagbók.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×