Innlent

Kærkomið að losna við argaþrasið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegar koma í gegnum landamærin á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar koma í gegnum landamærin á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm

Starfsfólki Keflavíkurflugvallar hefur gengið vel að framfylgja nýrri skimunarskyldu á landamærum í dag. Yfirlögregluþjónn segir gott að losna við þjarkið sem oft fylgdi því að telja farþega á að velja skimun fram yfir sóttkví.

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með gærdeginum yrði farþegum sem koma til landsins ekki lengur boðið upp á tveggja vikna sóttkví heldur yrðu allir að fara í tvöfalda skimun. Reglugerðin var birt í gærkvöldi og kom þá til framkvæmda á landamærum.

Fimm flugvélum var lent á Keflavíkurflugvelli í dag, samkvæmt upplýsingum frá Isavia, og allir farþegar úr þeim hafa því sætt skimunarskyldu. Tvær fullar vélar komu frá Póllandi í nótt og í morgun, og þá komu þrjár síðdegis frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga.

Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm

Vel hefur gengið að framfylgja reglugerðinni á flugvellinum í dag, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar, yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli.

„Og mikið ánægjuefni að þetta sé komið í gegn, það gildir þá bara eitt fyrir alla og okkar landamæraverðir og lögreglumenn losna við þetta argaþras, að tala við fólk sem ætlar í fjórtán daga sóttkví án sýnatöku,“ segir Sigurgeir.

„Við erum öll þarna sem vinnum á gólfinu, við tölum við fólk alla daga í alls kyns ástandi og það var oft ansi mikið þjark að ræða við þá sem sögðust ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“


Tengdar fréttir

Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.