Innlent

Fólk sem að­stoðaði við björgunina í úr­vinnslu­sótt­kví

Sylvía Hall skrifar
Þrír voru í bílnum sem hafnaði í sjónum í vestanverðum Skötufirði á ellefta tímanum í morgun. 
Þrír voru í bílnum sem hafnaði í sjónum í vestanverðum Skötufirði á ellefta tímanum í morgun.  Vísir/Datawrapper

Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Fjölskylda var í bílnum; karl, kona og barn. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og var því ákveðið að þeir björgunaraðilar sem gætu verið útsettir fyrir mögulegu smiti færu í sýnatöku.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á sjúkrahús í Reykjavík en ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu.

Aðstæður á vettvangi voru erfiðar og segir Rögnvaldur aðkomuna hafa verið erfiða fyrir vegfarendur sem náðu fólkinu í land og veittu fyrstu hjálp á meðan beðið var eftir viðbragðsaðilum. Mikil hálka var á svæðinu og lágskýjað.

„Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur.


Tengdar fréttir

Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið

Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.