Lífið

„Þetta er 1984, kanadísk stelpa og við sátum hlið við hlið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi Morthens fór á kostum í Brennslunni í morgun.
Bubbi Morthens fór á kostum í Brennslunni í morgun.

Bubbi Morthens mætti í yfirheyrsluna í Brennslunni í morgun og fór hann á kostum í dagskrárliðnum.

Bubbi gaf út nýtt lag í vikunni.

Hann svaraði miserfiðum spurningum í morgun. Þar kom í ljós að indverskur matur væri hans uppáhalds matur.

Það klikkaðasta sem Bubbi hefur gert á ævinni er að kýldi eitt sinn lögregluþjón.

Þegar kemur að heimilisverkunum er Bubbi verstur í því að brjóta saman handklæði.

Bubbi fékk spurninguna kynþokkafyllsti líkamshlutinn á honum að hans mati og var svarið nokkuð skemmtilegt: „Ef ég væri tvítugur þá myndi ég segja tittlingurinn en ég verð að segja pass, mér finnst ekkert kynþokkafullt við mig í dag.“

Furðulegasti staðurinn sem Bubbi hefur stundað kynlíf í er flugvél.

„Þetta er 1984, kanadísk stelpa og við sátum hlið við hlið.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.