Steingrímur gerir engar athugasemdir við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2021 10:35 Steingrímur leiðir ríkisstjórnina inn á Alþingi. Fullvíst má telja að hann sé einn af arkítektum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og hann hefur varið hana með kjafti og klóm. Steingrímur hefur gefið það út að þegar þessu kjörtímabili lýkur muni hann hætta pólitískum afskiptum. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó ríkið selji hlut í Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið stefnir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að því að selja hlut í Íslandsbanka í sumar. Fyrir liggur að einkavæðingaráform eru ekki nokkuð sem stuðningsmenn Vinstri grænna aðhyllast. Engu að síður er það svo að Steingrímur, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra; hann gegndi því embætti í kjölfar bankahrunsins í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, telur þetta ekki neitt tiltökumál. Nú séu allt aðrar aðstæður uppi, annað regluverk, en það þegar bankahrunið varð árið 2008. „Ég geri engar athugasemdir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur ríkisins sem greiðsla í formi stöðugleikaframlags. Það var engin sérstök stefna að ríkið ætti að eignast Íslandsbanka og þar af leiðandi á það ekki að vera einhver sérstök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram,“ segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann. Og hann vill meina að út frá sjónarhóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokksins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Landsbankann og er það stefna núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki hróflað við eignarhaldinu á Landsbankanum og það er eigendastefna ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að Landsbankinn sé í eigu þjóðarinnar en að Íslandsbanki geti verið seldur.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Eins og fram hefur komið stefnir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að því að selja hlut í Íslandsbanka í sumar. Fyrir liggur að einkavæðingaráform eru ekki nokkuð sem stuðningsmenn Vinstri grænna aðhyllast. Engu að síður er það svo að Steingrímur, sem er fyrrverandi fjármálaráðherra; hann gegndi því embætti í kjölfar bankahrunsins í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, telur þetta ekki neitt tiltökumál. Nú séu allt aðrar aðstæður uppi, annað regluverk, en það þegar bankahrunið varð árið 2008. „Ég geri engar athugasemdir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur ríkisins sem greiðsla í formi stöðugleikaframlags. Það var engin sérstök stefna að ríkið ætti að eignast Íslandsbanka og þar af leiðandi á það ekki að vera einhver sérstök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram,“ segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann. Og hann vill meina að út frá sjónarhóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokksins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Landsbankann og er það stefna núverandi ríkisstjórnar. Það verður ekki hróflað við eignarhaldinu á Landsbankanum og það er eigendastefna ríkisins. Hún gerir ráð fyrir að Landsbankinn sé í eigu þjóðarinnar en að Íslandsbanki geti verið seldur.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. 14. janúar 2021 11:48