Lífið

Nýju fötin keisarans frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin Nýju fötin keisarans gefur út myndband við nýtt lagi í dag. 
Sveitin Nýju fötin keisarans gefur út myndband við nýtt lagi í dag. 

Þrátt fyrir að tónleikahald og dansleikir hafa legið niðri síðustu mánuði þá hefur hljómsveitin Nýju fötin keisarans ekki setið auðum höndum.

Sveitin var að gefa út þriðja lagið af væntanlegri breiðskífu og ber lagið nafnið Er ég tilbúinn að elska?

Lögin Með tímanum og UPP og síðasta ári og fengu þau bæði spilanir á helstu útvarpsstöðvum.

Lagið fjallar um það hvað lífið getur verið skrýtið og mismunandi og að aðstæður í kringum okkur eru ekki alltaf í okkar höndum.

Þá sé mikilvægt að leita inn á við og skoða sjálfan sig.

„Við þrífumst á því að skemmta fólki og við bókstaflega getum ekki beðið eftir því að fá loksins að spila fyrir dans- og tónlistarþyrsta áhorfendur þegar aðstæður leyfa. En þangað til ætlum við að einbeita okkur að því að klára plötuna okkar og gera okkur klára fyrir partýsumarið 2021,“ segir Svenni Þór söngvari bandsins.

Hér að neðan má sjá nýtt myndband við lagið sjálft.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.