Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 11:35 Sigurgeir Sigmundsson var gagnrýninn á viðbrögð ráðherra við tillögum sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu, Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu,
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira