Innlent

Enginn grunur um smit í sjúk­lingum eða starfs­fólki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsfólk og sjúklingar deildarinnar verða skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag.
Starfsfólk og sjúklingar deildarinnar verða skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Enginn grunur leikur á smiti í sjúklingum eða starfsfólki blóð- og krabbameinsdeildar Landspítalans þótt sjúklingur á deildinni hafi greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi.

Er það vegna þess hversu stutt sjúklingurinn lá á deildinni en hann var lagður inn síðdegis á þriðjudag. Deildinni hefur verið lokað.

Þetta kemur fram í uppfærðri fréttatilkynningu frá spítalanum. Þar segir jafnframt að líklegt sé að hópur starfsfólks sem verði skimaður fyrir kórónuveirunni verði aðeins smærri en áætlað var í fyrstu; um tuttugu manns en ekki þrjátíu.

Um þrjátíu sjúklingar verða einnig skimaðir og er von á niðurstöðum úr þessum skimunum um klukkan þrjú í dag.

Að því er segir í tilkynningu spítalans eru skimanirnar og lokun deildarinnar varúðarráðstafanir í öryggisskyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×