Maðurinn slasaðist á fæti er hann var á ferðalagi ásamt félögum sínum við Þursaborg á Langjökli getur ekki gengið sjálfur. Í tilkynningu segir að hópurinn sé vel búinn en hafi óskað eftir aðstoð við að koma manninum af jöklinum. Ekki sé talin hætta á ferðum.
Þá er vitað hvar hópurinn er staddur og gott veður er á svæðinu, þótt kalt sé. Björgunarsveitarfólk er nú á leið á jökulinn, hvar hópurinn heldur kyrru fyrir og bíður eftir aðstoð.