Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2021 12:20 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem vill sjá að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar en verið hefur Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag. Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“ Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Í dag eru 69 sveitarfélög í landinu en frá 1950 hefur sveitarfélögum fækkað um 160 en 1950 voru þau 229. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði er sameiningarsinni og vill sjá enn frekari sameiningar. „Já, það er bara ekki undan því komið, ég held að það geri sér allir grein fyrir því. Aðferðin, sem er notuð við það er eitthvað sem við getum rætt og við eigum auðvitað að ræða en ég held að allir geri sér grein fyrir því að sveitarstjórnarstigið með 69 sveitarfélög og þau minnstu með undir fimmtíu íbúa, nokkuð mörg meira að segja, það getur ekki gengið,“ segir Aldís. En þetta er greinilega viðkvæmt mál? „Já, þetta er mjög viðkvæmt og ég hef fullan skilning á því og ég skil það bara vel að fólk berjist fyrir tilvist síns sveitarfélags. Hjá sambandinu höfum við farið í tvær atkvæðagreiðslur og sveitarstjórnarmenn hafa samþykkt í tvígang að standa að tillögum um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að hluta til felst þá í því að þau verði stærri og geti betur tekist á við þau verkefni, sem okkur eru falin.“ Hvergerðingar hafa haft áhuga á að kanna sameiningu við Sveitarfélagið Ölfuss en það hefur ekki gengið. „Bæjarstjórnin hér í Hveragerði, allar bæjarfulltrúar samþykkti samhljóða á síðasta ári að hefja viðræður við Ölfusinga en þeir hafa ekki viljað dansa við okkur í þessu, þannig er staðan,“ segir Aldís. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkt að fara í sameiningaviðræður við Sveitarfélagið Ölfuss en ekki var áhugi á því á meðal Ölfusinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aldís segist vilja sjá sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu í Árnessþing en hún er ekki viss um að það gerist strax. „Já, mín skoðun er sú að það þurfi fleiri smærri skref að stíga fyrst áður en það verður raunin.“
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira