Bjartsýnn á að bólusetningu verði lokið hér á landi í sumar Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 21:34 Bólusetning við Covid-19 hófst hér á landi þann 29. desember. Von er á næsta skammti bóluefnis Pfizer og BioNTech í kringum 20. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Vonir glæðast um að það styttist í hjarðónæmi á Íslandi og reikna má með því að bólusetningu við Covid-19 verði lokið um mitt sumar. Þetta segir Richard Bergström, sem hefur yfirumsjón með bóluefnamálum í Svíþjóð og á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) um bóluefni. Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Eitthvað hefur borið á áhyggjum um aðgengi Íslendinga að bóluefni en þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi tryggt sér skammta frá þremur mismunandi framleiðendum hefur ríkt óvissa um afhendingartíma bóluefnanna. Bergström, sem starfar sem eins konar umboðsmaður Íslands, Svíþjóðar og Noregs gagnvart bóluefnasamstarfi ESB, sagði í kvöldfréttum RÚV að tæplega 1,2 milljónir skammta hafi nú verið eyrnamerktir Íslandi. Greint frá því í gær að Ísland eigi von á tvöfalt stærri skammt af bóluefni Pfizer og BioNTech en gert var ráð fyrir í kjölfar viðbótarsamnings ESB við framleiðendurna. Áætlað er að fjórðungur þessara skammta eigi eftir að skila sér fyrir sumarið. Þar að auki er bóluefni Moderna komið með markaðsleyfi hér á landi og von er á um þúsund skömmtum af því í næstu viku. Framleiðslugeta eigi eftir að margfaldast Bergström segir að útlit sé fyrir að hlutirnir muni gerast hratt í vor. „Það eru vonandi að koma fimm bóluefni, núna í vor, það þýðir að um mitt sumar verður bólusetningu lokið á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og öllum Evrópusambandsríkjunum,“ sagði hann í kvöldfréttum RÚV. Þá sagði hann að þrátt fyrir að það hafi gengið hægt að fá bóluefni til landsins fram að þessu eigi hann von á því að flæðið fari að aukast töluvert. Vísar hann þar til að mynda til þess að útlit sé fyrir að framleiðslugeta Pfizer muni tvöfaldast eða þrefaldast í mars. Þar að auki telur hann að ESB veiti bóluefni Astra Zeneca og Oxford-háskóla markaðsleyfi í lok janúar en íslensk stjórnvöld eiga von á tæplega 70 þúsund skömmtum af því bóluefni í mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55 Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27
Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi. 8. janúar 2021 11:55
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20