Innlent

Tryggja lágmarksflug til Bandaríkjanna út mars

Sylvía Hall skrifar
Icelandair var eina félagið sem gerði tilboð í útboði ráðuneytisins. 
Icelandair var eina félagið sem gerði tilboð í útboði ráðuneytisins.  Vísir/Vilhelm

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem tryggir lágmarkssamgöngur milli Bandaríkjanna og Íslands til og með 31. mars. Verður því flogið minnst tvisvar í viku til Boston á því tímabili.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, en þar segir að markmiðið sé áfram að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu á meðan kórónuveirufaraldrinum stendur.

Auglýst var eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED en Icelandair var eina flugfélagið sem gerði tilboð.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, undirrituðu samninginn með rafrænum hætti samkvæmt tilkynningunni. Allar tekjur af flugsamgöngunum munu lækka greiðslur vegna samningsins, en gert er ráð fyrir því að hægt verði að framlengja samninginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×