Innlent

Ekkert ferða­veður á Austur­landi í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Ekkert ferðaveður er á austurhluta landsins í dag.
Ekkert ferðaveður er á austurhluta landsins í dag. Vísir/Vilhelm

Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti.

Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun í Neskaupsstað eftir að lausamunir fóru á flug og á Siglufirði vegna báts sem losnaði frá bryggju og rak upp í fjöru. Á Seyðisfirði er ekki eins hvasst og óttast var en þar er átta stiga frost og vætulaust.

Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekkert ferðaveður verði á þessum slóðum í dag.

„Það er mjög slæmt veður á þessum slóðum. Það er verst þarna á norðaustursvæðinu, á Mývatnssvæðinu og austur á Fljótsdal. Þar er vont veður á mjög stóru svæði,“ segir Páll.

Hann segir að veðrið fari að ganga niður í kvöld og verði orðið með eðlilegra móti í nótt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.