Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. janúar 2021 16:48 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54