Innlent

Hjólhýsi brann til kaldra kola í Laugardal

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Eins og sjá má á myndinni er ekkert eftir af hjólhýsinu, sem fuðraði upp á skömmum tíma.
Eins og sjá má á myndinni er ekkert eftir af hjólhýsinu, sem fuðraði upp á skömmum tíma. Vísir/Atli

Eldur kom upp í hjólhýsi á tjaldstæðinu í Laugardal um klukkan sex í morgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var hjólhýsið alelda og brann það til kaldra kola.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var hjólhýsið mannlaust. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu en málið verður rannsakað.

Samkvæmt heimildum Vísis var eigandi hjólhýsisins staddur úti á landi þegar eldurinn kom upp.

Að öðru leyti var mjög mikið að gera hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn. Sjúkrabílar fóru alls í 146 útköll og voru þrjátíu þeirra svokallaðir forgangsflutningar. Einnig voru fimmtán verkefni tengd Covid-19 og þá fóru dælubílar í þrjú verkefni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.